Slysavarnafélagið Landsbjörg ber virðingu fyrir þér og persónuupplýsingum þínum. Vinnsla upplýsinga sem þú lætur félaginu í té er í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð perónuupplýsinga nr.90/2018. Með því að gerast Bakvörður samþykkir þú að félagið megi eiga í samskiptum við þig en þó aðeins á grundvelli þess sambands sem stofnað er til með skráningunni. Nánar má kynna sér stefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar um vinnslu persónuupplýsinga hér.
Með því að gefa upp greiðslukorta- eða bankaupplýsingar veitir þú félaginu heimild til að skuldfæra þá styrktarupphæð sem þú hefur kosið af greiðslukorti eða bankareikningi mánaðarlega. Þú getur á hvaða tímapunkti sem er og án frekari skýringa breytt styrktarupphæðinni eða óskað eftir því að styrktargreiðslur verði stöðvaðar með því að hafa samband við félagið í gegnum tölvupóstfangið bakverdir@landsbjorg.is eða hringja í síma 570 5959.
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Slysavarnafélaginu Landsbjörg á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Hafir þú af einhverju ástæðum athugasemdir við skilmálana eða óskar eftir frekari upplýsingum er þér sömuleiðis velkomið að hafa samband við félagið í gegnum tölvupóst eða síma.