Styrkja starfið
Sjálfboðaliðar okkar eru til taks ef eitthvað bregður út af. Á meðan þjóðin treystir á björgunarsveitirnar treystum við á stuðning ykkar.

Við treystum á Bakverði
Sem Bakvörður stendur þú við bakið á sjálfboðaliðum okkar með mánaðarlegum stuðningi. Á meðan þjóðin treystir á björgunarsveitirnar treystum við hins vegar á Bakverði.
Landsbjargargjafir
Gjafirnar gera okkur kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan búnað og tæki, og beinum við stuðningi þangað sem hans er mest þörf hverju sinni.
Vefverslun Landsbjargar
Með því að kaupa vörur í vefverslun okkar styður þú við starf þúsunda sjálfboðaliða okkar og styður við þjálfun þeirra og viðhald á lífsnauðsynlegum tækjum og búnaði.

Skjótum rótum - Rótarskot
Rótarskot er leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna og um leið að styðja við skógrækt í landinu. Rótarskot gefur af sér tré sem er gróðursett í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands
Hvort sem þú afþakkar pappatré eða ekki þá gróðursetja sjálfboðaliðar okkar tré og þannig tökum við höndum saman og skjótum rótum.
