Námsleiðir

Staðarnám

Farið er í gengum námskeið, bæði bóklegan og verklegan þátt, með leiðbeinanda á námskeiðsstað.

Fjarnám

Bóklegur hluti námskeiðsins og í sumum tilfellum verklegur hluti er tekið í gegnum fjarnámsvef skólans. Verklegi hlutinn er í flestum tilfellum tekin í staðarlotu þar sem er skyldumæting. Fjarnám er einnig notað til þess að styðja við og stytta námskeið í staðarnámi.

Fjarkennsla

Námskeiðið fer allt fram í fjarkennslu á netinu með leiðbeinanda.

Raunfærnimat

Björgunarskólinn býður upp á að taka raunfærnimat í grunnfögum. Sjá frekari upplýsingar um raunfærnimatið hér:

Sí- og endurmenntun

Sí- og endurmenntun er nauðsynleg til að viðhalda þekkingu sinni og gæðum á viðkomandi sviði. Þeir sem þurfa ekki á fullri grunnþekkingu að halda geta sótt endurmenntun hjá skólanum í flestum áföngum. Fyrirtæki geta óskað eftir endurmenntun eins og önnur námskeið, bæði sem staðnám og / eða fjarnám.

Sérúrræði í námi

Björgunarskólinn kemur til móts við þá nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda í námi, t.a.m. sértæka námsörðugleika s.s. lesblindu, skrifblindu og prófkvíða. Ýmis úrræði standa til boða, s.s. eftirfarandi:

  • Lengri próftími
  • Upplestur á prófi
  • Yfirseta í prófi
  • Aukið næði í prófi