Námsskrá

Björgunarskólinn gefur út námskrá fyrir hvert starfsár. Námskráin er gefin út fyrir 1. september ár hvert. Skólanámskráin skiptist í tvo hluta; almennan hluta og námsvísi. Í almenna hlutanum er fjallað um atriði sem varða skólastarfið í heild. Í námsvísinum má finna námsáætlun viðkomandi kennslufags skólans sem og nánari útfærslu og skipulag náms og kennslu í faginu.

Skólinn sér til þess að veita faglega menntun til fyrirtækja um land allt. Leitast skal við að bjóða upp á menntun sem er meðal þess fremsta sem í boði er í heiminum í hverju fagi fyrir sig. Námsefni skólans skal yfirfarið reglulega og vera faglega uppbyggt, ásamt þeim námsgögnum sem í boði eru. Leiðbeinendur skólans skulu vera mjög framarlega á sínu sviði hverju sinni.

Námskeið fyrir félaga

Nám Björgunarskólans skiptist í Björgunarmann 1, Björgunarmann 2 og Björgunarmann 3. Námskeið í Björgunarmanni 1 eru viðmið sem grunnnám skólans og námskeið þar undir eru kennd í staðkennslu, fjarkennslu og í fjarnámi. Félagar fá lámarks þekking á breiðu sviði þegar þeir klára Björgunarmann 1. Námskeið þar undir eru:

  • Björgunarmaður í aðgerðum
  • Öryggi við sjó og vötn
  • Fjarskipti 1
  • Ferðamennska
  • Rötun
  • Leitartækni
  • Snjóflóð 1
  • Fjallamennska 1
  • Fyrsta hjálp 1

Björgunarmaður 2 er framhaldsnám ásamt nokkrum grunnnámkeiðum á ákveðnum sviðum innan skólans en námskeið þar undir eru einnig kennd í staðkennslu, fjarkennslu og í fjarnámi. Til að ljúka Björgunarmanni 2 er talað um að klára 80 klst. en fjöldi námskeiða er í boði í Björgunarmanni 2 af öllum sviðum skólans, flest þeirra námskeiða er undirbúningur og undanfari fyrir fagnámskeið. Dæmi um námskeið í Björgunarmanni 2 eru:

  • Tetrafjarskipti
  • Harðabotna slöngubátur
  • Óveður og björgun verðmæta
  • Fjallamennska 2

Björgunarmaður 3 er efsta sig náms hjá skólanum sem eru fagnámskeið og ígildi þeirra þau námskeið eru öll kennd í staðkennslu. Krafist er lámarks reynslu, þekkingar og aldurs fyrir námskeið í Björgunarmanni 3 og til að ljúka Björgunarmanni 3 er talað um að klára 40 klst.

Námskeið í Björgunarmanni 3 eru sem dæmi:

  • Fagnámskeið í fjallabjörgun
  • Fagnámskeið í straumvatnsbjörgun
  • Fagnámskeið í aðgerðastjórn

Björgunarskólinn er einnig með leiðbeinendanámskeið og endurmenntun leiðbeinenda á flestum sviðum innan skólans ásamt endurmenntun í flestum okkar námskeiðum í grunnámi, Björgunarmanns 1.

Námskeið fyrir Ferðaþjónustu

Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar leggur mikla áherslu á að bjóða ferðaþjónustu gæðanámskeið með leiðbeinendum sem hafa marktæka þekkingu og reynslu af ferðaþjónustu.

Hægt er að skrá sig á þau námskeið sem eru í boði reglulega, sjá hér en einnig má sérpanta námskeið sem eru þá sérsniðin að þörfum þíns fyrirtækis.

Hafðu samband við starfsfólk skólans í síma 57-5900 eða sendu línu á skoli(hja)landsbjorg.is

Hér má finna þau námskeið sem vitnað sérstaklega í gæðaviðmiðum Vakans og leiðbeinandi reglum Ferðamálastofu um öryggismál.

ATH! Verð miðast við að einstaklingur komi inn á námskeið hjá skólanum. Ef áhugi er á að fá sérstök námskeið til ykkar þá vinsamlegast biðjið um tilboð frá skólanum. ATH! fyrirtæki í SAF og Vakanum fá 20% afslátt af verði námskeiða Björgunarskólans.