Mjög margir hafa aflað sérþekkingar og reynslu á hinum ýmsu sviðum án þess að hafa tekið formleg námskeið. Nú geta þessir einstaklingar farið í raunfærnimat og fengið þessa reynslu metna og skráða.
Hvernig gengur þetta fyrir sig?
Einstaklingur er gjaldgengur í raunfærnimat ef viðkomandi getur sýnt fram á a.m.k. 3 ára reynslu í starfi með/í:
- Björgunarsveit
- Með öðrum viðbragðsaðilum (lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningar eða þess háttar)
- Útivistarfélagi (ferðafélag, skátar eða þess háttar)
- Afþreyingaferðamennsku
Viðkomandi getur óskað eftir því við Björgunarskólann að komast í raunfærnimat á viðkomandi sviði (námskeiði) með því að senda tölvupóst í skoli(hjá)landsbjorg.is eða með því að hringja í 570 5900. Mun skólinn þá bregðast við með þeim hætti að koma á formlegu raunfærnimati fyrir viðkomandi innan 30 daga.
Raunfærnimatið fer þannig fram að einstaklingur fer í sjálfsmat. Ef niðurstaðan á því er nægilega góð getur viðkomandi farið í viðtal til leiðbeinanda sem metur hvort sú þekking sem til þarf sé í raun til staðar.
Sjálfsmat
Raunfærnimatið fer þannig fram að viðkomandi einstaklingur byrjar á því að taka sjálfsmat í fjarnámskerfi Björgunarskólans. Niðurstaðan úr sjálfsmatinu ákveður hvert framhaldið verður.
Einkunn úr sjálfsmati
0–4,9: Viðkomandi er bent á að fara á grunnnámskeið í viðkomandi fagi
5,0–6,9: Viðkomandi er bent á að fara á upprifjunarnámskeið og reyna svo aftur við sjálfsmatið
7,0–10: Viðkomandi getur haldið áfram í raunfærnimatinu og fer í viðtal með leiðbeinanda