Það ár hófst markviss undirbúningur verkefnisins, en þær einingar félagsins sem reka björgunarskipin hafa mun lengur verið meðvitaðar um nauðsyn þess að endurnýja skipin á þann hátt að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Björgunarskipin okkar sinna allt að 100 verkefnum á ári, frá aðstoð við léttari bilanir til alvarlegri útkalla s.s. veikinda sjómanna, leka í skipum o.fl.
Á vordögum 2019 lauk vinnuhópur ráðuneyta við skýrslu aðgerðaráætlunar um endurnýjun björgunarskipa og byggir endurnýjun skipana, sem nú er hafin, á þeirri vinnu. Samkomulag var síðan gert við Dómsmála- og Fjármála ráðuneytin 2021 um helmingsfjármögnun þriggja skipa á árunum 2021-2023. Smíði skipanna var boðin út og hófst smíði síðari hluta 2021. Fyrsta skipið, Þór, var svo afhent haustið 2022.
Nú eru fjögur skip komin til landsins, í Vestmannaeyjum, á Siglufirði, í Reykjavík og á Rifi.