Markmið og stefnur Slysavarnaskóla sjómanna

Markmið

  • Að auka öryggi sjómanna með fræðslu og þjálfun í meðferð björgunar- og öryggisbúnaðar og með almennri fræðslu um slysavarnir á sjó.
  • Að vinna stöðugt að umbótum á fræðslu til íslenskra sjómanna um öryggismál á sjó.
  • Að leggja áherslu á að námskeið og þjónusta skólans uppfylli ávallt væntingar viðskipavina skólans.
  • Að aðstoða áhafnir í öryggismálum um borð í skipum þeirra.
  • Að vera virkur þátttakandi í mótun öryggismála sjómanna.
  • Að bjóða upp á skyldunámskeið varðandi öryggisfræðslu sjómanna, samkvæmt STCW samþykktinni miðað við þarfir íslenska skipastólsins.
  • Að tryggja öryggi nemenda á námskeiðum með því að beita fyrirbyggjandi aðgerðum.

Gæðastefna

  • Slysavarnaskóli sjómanna á að vera skóli í háum gæðaflokki.
  • Skólinn leitast við að njóta viðurkenningar innanlands sem erlendis.
  • Skólinn leitast við að leggja áherslu á faglega ábyrgð og vera í fararbroddi á sviði öryggismála sjómanna.
  • Skólinn leitast við að efla samstarf við aðra sambærilega skóla innan Evrópu í gegnum menntaáætlun ESB og efla þannig faglega þekkingu innan skólans.
  • Skólinn leitast við að uppfylla þær kröfur og skilyrði sem settar eru vegna hverskonar öryggisfræðslu sjómanna á vettvangi ESB, alþjóðareglna og krafna íslenskra stjórnvalda.
  • Skólinn á að starfa eftir gæðastjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur staðalsins ÍST EN ISO 9001 og skal unnið stöðugt að því að bæta virkni kerfisins.

Umhverfisstefna

  • Slysavarnaskóli sjómanna tekur tillit til umhverfismála í allri starfsemi sinni og stuðlar þannig að betra umhverfi til sjós og lands.
  • Skólinn leitast við að koma í veg fyrir mengunaróhöpp og draga úr mengun í starfsemi sinni.
  • Skólinn leitast við að vinna stöðugt að umbótum varðandi umhverfismál.
  • Skólinn leitast við að kröfur laga og reglugerða varðandi umhverfismál séu ávallt virtar í skólanum.
  • Skólinn ætlast til að starfsmenn ástundi góða umgengni í störfum sínum.
  • Á siglingu skólaskips skal einnig starfað samkvæmt umhverfisstefnu skipsins sem tilgreind er í öryggisstjórnunarkerfi skipsins.