Endurmenntun á öryggisfræðslu smábáta - (fjarnám)

Smábátur að veiðum.
Smábátur að veiðum.

Næstu dagsetningar

  • 14.02.2025 - 14.02.2025
  • Tími: 08:15 - 10:30

Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta

Námskeiðið hefur að markmiði að fullnægja skilyrðum um endurmenntun öryggisfræðslu til sjómanna til samræmis við ákvæði laga og reglugerðar. Uppbygging og efni námskeiðsins tekur mið af því að rifja upp hluta námsefnis af smábátanámskeiði og að auka þekkingu nemenda á öryggismálum.

Fyrirkomulag

Námskeiðið kennt gegnum fjarfundarbúnað sem nemandinn fær aðgang að áður en námskeið hefst, nemandinn þarf að vera við tölvu með myndavél og hljóði. Kynntar eru nýjungar sem komið hafa fram á öryggis- og björgunarbúnaði, ásamt upprifjun á öryggismálum.

Námskeiðið kostar 25.000 kr. og greiðist eftir að námskeið hefst.

Skráning

Hægt er að skrá sig á námskeið með því að hringja í síma 5624884 eða senda póst á netfangið saebjorg@landsbjorg.is skrifstofa skólans er opin frá 8-12 og 13-15 alla virka daga.