Slöngufarþegabátar undir 6 m.
Námskeiðið er sniðið að þörfum stjórnenda slöngufarþegabáta undir 6 m. að lengd. Og uppfyllir skilyrði Samgöngustofu.
Námskeiðið hentar einnig þeim er starfa á öðrum mótorbátum undir 6 metrum að lengd.
Fyrirkomulag
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, sýnikennslu og verklegri þjálfun. Lögð er áhersla á öryggi báts og áhafnar, siglingu og stjórntök við misjafnar aðstæður, kynning á mótorum, viðbrögðum við að falla fyrir borð o.fl. Skólinn útvegar bát og flotbúninga.
Skráning
Hægt er að skrá sig á námskeið með því að hringja í síma 5624884 eða senda póst á netfangið saebjorg@landsbjorg.is skrifstofa skólans er opin frá 8-12 og 13-15 alla virka daga.