Sjóbjörgun er stór þáttur í starfsemi margra eininga Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sjósókn við Ísland hefur alltaf verið einn af megin atvinnuvegum okkar allra þó grettistaki hafi verið lyft í öryggismálum sjómanna frá stofnum Slysavarnafélags Íslands og seinna slysavarnaskóla sjómanna. Þó öryggi sjófarenda hafi verið aukið all verulega þá er áfram þörf á öflum tækjum til aðstoðar í sjávarháska. Segja má að bróðurpartur björgunarsveita sinni sjóbjörgun á einhvern máta og einungis örfáar einingar sem ekki útbúa sig í það á einhvern máta. Einingar búa sig til sjóbjörgunar í hina ýmsu máta með fjölbreyttum búnaði, slöngubátar, harðbotnabátar, Jetski og björgunarskip eru þó helsti búnaður sem notaður er við sjóbjörgun. Þó eru fluglínutæki enn þá æfð og notuð víða, enda hafa þau sýnt sig sem sá búnaður sem má treysta á þegar að allt annað bregst.
Sjálfboðaliðar manna öll þessi tæki og mennta sig í hinum ýmsu hlutum til þess að geta sinn þeirri hafnauð sem kann að koma upp, hvort sem er hjá sjómönnum eða öðrum sjófarendum.
Um 150 útköll eru á ári hverju í sjóbjörgun eða rúmlega tvö í viku í meðaltalsári hjá sjóbjörgunarsveitum félagsins. Útköllin eru ansi fjölbreytt allt frá aðstoð við vélarvana sjóför í lífbjarganir á sjó. Samstarf eininga sín á milli, samstarf við sjómenn og Landhelgisgæslu Íslands er einstaklega gott, áfram er ljóst að sjóbjörgun verður hluti af kjarnastarfsemi Landsbjargar og hefur þörfin á öflum sjóbjörgunarsveitum síst minnkað þrátt fyrir aukningu á öryggi í starfsumhverfi sjómanna.