Skólanefnd

Samgönguráðherra skipar faglega fimm manna skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna til fjögurra ára í senn. Einn skal tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands, einn af Félagi skipstjórnarmanna og þrír tilnefndir af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Ráðherra skipar einn fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar formann skólanefndar.

Meginhlutverk skólanefndar er að fjalla faglega um málefni og starfsemi Slysavarnaskólans, einkum varðandi tækjakaup og búnað hans, viðhald, framkvæmdir og áframhaldandi uppbyggingu.

Skólanefnd gerir, að fenginni umsögn öryggisfræðslunefndar sjómanna, tillögur til stjórnar Slysavarnafélagsins Landbjargar um námskeiðahald, námskrá og lengd námskeiða á vegum skólans. Samgönguráðherra staðfestir síðan námskrá skólans.

Gunnar Tómasson formaður, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Hilmar Snorrason, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Margrét Gunnarsdóttir, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Valmundur Valmundsson, Sjómannasamband Íslands

Árni Sverrisson, Félagi skipstjórnarmanna