Algengar spurningar

  • Inniskó, nemendur fá ekki að vera á útiskóm í kennslu- eða kaffistofu.

    Föt til skiptanna vegna sjó- og eldæfinga, ullarnærföt eða íþróttafatnaður úr bómull.

    Nesti, matartíminn er um 30 mínútur, kaffipásur um 10 mínútur á hverjum klukkutíma.

  • Til að starfa á fiskiskipi allt að 15 metrum þarf námskeiðið: Öryggisfræðsla smábáta (1 dagur).

    Til að starfa á fiskiskipi yfir 15 metrum þarf námskeiðið: Grunnöryggisfræðsla (5 dagar).

    Til að starfa á farþegaskipi þarf námskeiðin: Grunnöryggisfræðsla (5 dagar) og Hóp- og neyðarstjórnun (fjarnám 2 dagar).

    Til að starfa á flutningaskipi þarf námskeiðin: Grunnöryggisfræðsla (5 dagar) og mögulega Verndarskylda (fjarnám 1 dagur) og Líf- og léttbátar (2 dagar).

  • STCW-F atvinnuskírteini á fiskiskip og önnur skip:

    Grunnöryggisfræðsla, Framhaldsskyndihjálp og Sjúkrahjálp í skipum.

    STCW atvinnuskírteini á flutninga- eða farþegaskipum:

    Grunnöryggisfræðsla, Líf- og léttbátar, Framhaldsnámskeið eldvarna, Framhaldsskyndihjálp, Sjúkrahjálp í skipum, Verndarskylda, Mannauðsstjórnun auk Hóp- og neyðarstjórnunar fyrir farþegaskip.

  • STCW-F atvinnuskírteini á fiskiskip og önnur skip:

    Grunnöryggisfræðsla og Framhaldsskyndihjálp.

    STCW atvinnuskírteini á flutninga- eða farþegaskipum:

    Grunnöryggisfræðsla, Líf- og léttbátar, Framhaldsnámskeið eldvarna, Framhaldsskyndihjálp, Verndarskylda, Mannauðsstjórnun auk Hóp- og neyðarstjórnunar fyrir farþegaskip.

  • Flest námskeiðin eru með gildistíma til fimm ára, þau eru: Grunnnámskeið, Líf- og léttbátar, Hraðskreiðir léttbátar, Framhaldsnámskeið eldvarna, Hóp- og neyðarstjórnun, Sjúkrahjálp í skipum og Öryggisfræðsla smábáta.

    Námskeið án gildistíma eru: Framhaldsskyndihjálp, Mannauðsstjórnun, Verndarskylda og Slöngufarþegabátar undir 6m.

  • Skráðu þig á næsta lausa námskeið með því að hringja í síma 5624884 eða senda póst á netfangið saebjorg@landsbjorg.is skrifstofa skólans er opin frá 8-12 og 13-15 alla virka daga.

    Þá getur þú sótt um frest fram að dagsetningu námskeiðsins, það gerir þú hér: Frestur til að fara í Slysavarnarskóla sjómanna | Ísland.is (island.is)

  • Þessi námskeið eru kennd gegnum fjarfundarbúnað: Hóp- og neyðarstjórnun, Endurmenntun á hóp- og neyðarstjórnun, Endurmenntun á öryggisfræðslu smábáta, Mannauðsstjórnun og þau námskeið er snúa að skipa- eða hafnarvernd.

    Svo er Endurmenntun grunnnámskeiðs einn verklegur dagur en áður fær nemandinn aðgang að vefsvæði með lesefni sem hann tekur þekkingarkönnun úr.

  • Við sendum póst með hlekk á fundarboð, fyrir flesta nægir að smella á hann og svo "launch meeting" í zoom vafraglugganum.

    Einhverjir lenda hér á vegg, þá er hægt að velja "launch in web browser", þá annaðhvort ferðu beint á fundinn eða ert beðinn um að setja inn "meeting ID" og "passcode" en slíkt finnur þú í póstinum frá okkur neðan við fundarboðið.

    Ef þetta er ekki nóg þá mælum við með því að leita sér aðstoðar einhvers sem þú treystir í tæknimálum, gætir áður prófað að loka öllu og byrja upp á nýtt, virkar oft.

  • Við sendum póst með leiðbeiningum, best að lesa hann vandlega, þar er flest útskýrt.

    Finnir þú hvorki póst frá okkur (saebjorg@landsbjorg.is) né póst frá LearnCove (learncove.io) skaltu fyrst leita í ruslpóstinum þínum eða enn betra í "allur póstur".

    Finnir þú alls engan póst skaltu hafa samband við skólann.

  • Já námskeið skólans eru öllum opin og ekki er krafa um siglingatíma til þátttöku í grunnnámskeiðum skólans.

    Hinsvegar er krafa um að þeir sem sæki námskeið í líf- og léttbátum sem og hraðskreiðum léttbátum þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa 12 mánaða siglingatíma eða 6 mánaða siglingatíma og 6 mánaða starfsþjálfun á sjó.

  • Ef fyrirtækið er í haftengdri starfsemi þá höfum við boðið upp á námskeiðið Skyndihjálp og eldvarnir sem er tvær klukkustundir og er farið yfir: Stöðvun blæðinga, endurlífgun og notkun slökkvitækja. Við þetta höfum við svo bætt eftir þörfum fræðslu lagaðri að starfsemi hverju sinni.

  • Við miðum við lágmarksaldur sjómanna í samræmi við Sjómannalögin sem er: „Eigi má hafa yngri mann, karl eða konu, en 15 ára við vinnu á skipi...."

  • IMO 60 jafngildir fimm daga grunnnámskeiði samkvæmt STCW A-VI/1.

    IMO 80 inniheldur fjögur námskeið; líf- og léttbátanámskeið A-VI/2-1, framhalds eldvarnir A-VI/3, framhalds skyndihjálp A-VI/4-1 og sjúkrahjálp í skipum A-VI/4-2.

    (Fyrir vélstjórnendur þarf A-VI/4-1 og fyrir skipstjórnendur A-VI/4-1 & 4-2).

  • Nei, en í Noregi eru í boði stutt námskeið sem brúa bilið á milli STCW námskeiðs okkar og OLF námskeiðsins sem heitir Oppgraderingskurs fra STCW til OLF.

  • Við kennum allnokkur námkskeið og það er markmið okkar að ávallt sé til laust pláss á skyldunámskeið skólans. Verð þeirra námskeiða finnur þú er þú skoðar "næstu námskeið" á síðunni.