Á tíunda tímanum að morgni kom upp eldur um borð í strandveiðibát 2 sjómílur norður af Rifi og var mikill viðbúnaður þar sem hætta var talin á ferðum. Kallaðir voru til nærstaddir bátar, Björgunarskipið Björg frá Rifi og þyrla Landhelgisgæslunnar.
Einn maður var um borð í bátnum og náði hann að koma sér í björgunarbát og þaðan í nærstaddan fiskveiðibát. Stuttu síðar kom björgunarskipið á vettvang og tók manninn um borð og hlúði að honum. Hann var hin brattasti og virtist hafa sloppið vel, hafist var handa við að slökkva í bátnum og hann síðan dregin nær landi, þar sem slökkviliðið tók við slökkvistarfi.
Um hádegi var Björgin komin til hafnar og maðurinn fékk aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum.