Félagar í Björgunarfélagi Hornafjarðar fengu beiðni rétt upp úr hádeginu þann 11. janúar frá tveimur erlendum ferðamönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á Ketillaugarfjalli. Ketillaugarfjall er upp af Nesjum, rétt vestan við Höfn í Hornafirði. Nokkur tími fór í að staðsetja mennina sökum þess að þeirhöfðu ekki farið hefðbundna gönguleið og bifreið þeirra hafði verið lagt við söluskálann á Nesjum.
Mennirnir fundust þó fljótt eða um klukkan fimm. Þeir höfðu gengið inn á svæði á fjallinu þar sem harður snjór var og svell og treystu þeir sér ekki lengra.
Mannbroddar voru settir á mennina, þeir tryggðir í línu og fylgt niður af fjallinu sem gekk vel. Mennirnir voru vel á sig komnir og var björgunarfólk komið aftur í bækistöðvar kl 18:30.