Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvígang með stuttu millibili á áttunda tímanum í kvöld. Eigandi hunds sem lendi í hrakningum í klettum við Gönguskarðsá í Skagafirði óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar á Sauðárkróki. Hundurinn sem hafði verið á göngu með eiganda sínum þegar hann féll um 20 metra fram af kletti og lá meðvitundarlaus í urð þangað sem illfært var. Eigandinn kallaði eins og fyrr segir eftir aðstoð björgunarsveitarfólk og einnig dýralæknis, til að koma hundinum til bjargar. Að lokum komst dýralæknir að hundinum sem rankaði við sér eftir að hafa legið hreyfingalaus í nokkurn tíma. Meðlimur í björgunarsveitinni er einnig dýralæknir og voru því tveir dýralæknar á staðnum, þeir og annað björgunarsveitarfólk komu með samhentu átaki hundinum úr hrakningunum og hlúðu að honum.
Stuttu eftir að óskað var eftir aðstoð vegna hundsins, þá var björgunarsveit á Mývatni kölluð til vegna mótorhjólaslyss í grend við Hrossaborg við afleggjarann að Herðubreiðalindum. Ferðamaður hafði hrasað og fengið höfuðhögg. Þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang hvaði vegfarandi komið manninum til aðstoðar og ekið honum til mótst við sjúkrabíl.