1. gr. Markmið
1.1. Tilgangur þessarar reglugerðar er að lýsa umsóknarferlinu við að fá inngöngu í Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
2. gr. Orðskýringar
2.1. Eining: Björgunarsveit eða slysavarnardeild sem sótt hefur um aðild að félaginu kallast fram að henni eining.
2.2. Félagið: Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
2.3. Félagseining: Björgunarsveit eða slysavarnardeild sem þegar hefur hlotið aðild að félaginu og hefur eigin kennitölu.
3. gr. Umsókn að Slysavarnarfélaginu Landsbjörg
3.1. Réttur til aðildar að félaginu hefur eining sem hefur á stefnuskrá sinni að sinna björgunar og/eða slysavarnarmálum.
4. gr. Umsóknarferli
4.1. Umsókn skal send á stjórn félagsins fyrir lok mars það ár sem landsþing er haldið.
4.2. Umsókn þarf að innihald:
4.2.1. Lög einingarinnar
4.2.2. Félagatal
4.2.3. Kennitölu
4.2.4. Rökstuðning fyrir aðild
4.3. Stjórn tekur umsókn til umfjöllunar á næsta stjórnarfundi eftir að umsókn berst. Reynist umsókn ófullnægjandi getur stjórn skorað á einingu til þess að bæta úr umsókn sinni innan viku.
4.4. Ákvörðun stjórnar er bókuð í fundargerð stjórnar.
4.5. Eining sem sækir um aðild að félaginu er heimilt að senda þingfulltrúa á landsþing þar sem umsókn hennar er tekin fyrir. Skráning á landsþing fer fram skv. 9. gr. laga félagsins.
5. gr. Aðild að Slysavarnarfélaginu Landsbjörg
5.1. Sé umsókn talin fullnægjandi af stjórn vísar hún umsókninn til afgreiðslu á landsþingi.
5.2. Samþykki landsþing umsókn einingarinnar öðlast hún aðild að félaginu sem tekur gildi eftir að landsþingi lýkur með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.
5.3. Þegar eining hefur öðlast aðild að félaginu kallast hún félagseining.
6. gr. Réttindi og skyldur félagseininga
6.1. Í lögum og reglum félagsins er fjallað um réttindi og skyldur félagseininga.
6.2. Eftir að ný félagseining hlýtur aðild að félaginu á landsþingi öðlast hún kosningarétt á fundum félagsins að öllum skilyrðum uppfylltum.
6.3. Kosningaréttur á landsþingi verður virkur á næsta þingi sem einingin sækir.
7. gr. Gildistaka
7.1. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi
Samþykkt á stjórnarfundi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hinn 28. janúar 2020