Slysavarnaskóli sjómanna - Sæbjörg

Skólaskipið Sæbjörg er staðsett við Bótarbryggju í Reykjavíkurhöfn og þar um borð fer starfsemin að mestu fram. Hlutverk skólans er að halda uppi öflugu fræðslustarfi handa sjómönnum og öðrum í haftengdri starfsemi. Fræðslan miðast að slysavörnum og viðbrögðum við þeim hættum sem skapast geta á sjó og í annarri haftengdri starfsemi. Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður árið 1985 og er í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Skráning á námskeið

Hægt er að skrá sig á námskeið með því að hringja í síma 5624884 eða senda póst á netfangið saebjorg@landsbjorg.is skrifstofa skólans er opin frá 8-12 og 13-15 alla virka daga.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram ef sótt er um í skólann:

Nafn á námskeiði

Fullt nafn umsækjanda

Kennitala umsækjanda

Netfang umsækjanda

Símanúmer umsækjanda

Þjóðerni eins og það sem skráð er í vegabréf umsækjanda

Næstu námskeið

Hér finnur þú upplýsingar um næstu námskeið skólans. Athugið að listinn segir ekki til um hvort laust sé á námskeið. Við fyllum yfirleitt námskeið tvo til þrjá mánuði fram í tímann. Það er markmið okkar að ávallt sé til laust pláss á skyldunámskeið skólans. Til að skrá sig þarf að hafa samband við skrifstofu skólans.

Algengar spurningar

Hér geta nemendur fundið svör við ýmsum spurningum sem upp koma þegar að verið er að undirbúa sig að sækja námskeið hjá Slysavarnaskólanum.

Gagnasafn

Hér getur þú fundið og nýtt þér ýmis gögn er snúa að öryggismálum um borð í skipum. Notkun þessara gagna er frjáls í þeim tilgangi að efla öryggismál til sjós. Heimilt er að breyta þeim að vild til að þau nýtist sem best. Nánari leiðbeiningar um notkun þessara gagna er hægt að fá gegnum skrifstofu skólans

Frá æfingu Slysavarnaskóla sjómanna í apríl 2007.