Slysavarnir
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur alla tíð verið leiðandi í slysavörnum og öryggismálum.Það er ekki síst að þakka fórnfúsu starfi fjölmargra sjálfboðaliða í slysavarnadeildum og björgunarsveitum félagsins, en einnig hefur aðkoma fjölmargra samstarfsaðila hefur gert félaginu kleift að vera í forystu í í þessum mikilvæga málaflokki. Félagið hefur síðustu áratugi lagt sérstaka áherslu á öryggi barna, eldri borgara, ferðafólks og öryggi okkar í umferðinni, ásamt því að hvetja til markvissari skráningu og rannsókna á slysum. Tveir verkefnisstjórar slysavarna vinna í fullu starfi að þessum verkefnum, ásamt fjórum einstaklingum í hlutastarfi, sem sinna upplýsingamiðstöð Safetravel. Einn verktaki ferðast um landið og viðheldur skjáupplýsingakerfi Safetravel. Að auki má nefna hundruði sjálfboðaliða félagsins um land alltsem sinna slysavörnum í sínu nærsamfélagi.
Áhersluatriði
Samtakamáttur einkennir starfið
Slysavarnadeildir hafa alla tíð verið ötular við að vinna að fjáröflunum ýmiskonar og styrkt sveitir í sinni heimabyggð. Undanfarin ár hafa björgunarsveitir sem ekki búa svo vel að hafa slysavarnadeild í sinni heimabyggð einnig fengið styrki. Má þar sérstaklega nefna Björgunarsveitina Björg á Drangsnesi, Björgunarsveitina Kára í Öræfum og Björgunarsveitina Kyndil á Kirkjubæjarklaustri sem allar fengu góða styrki frá slysavarnadeildum víðsvegar um landið til bílakaupa. Einnig fengu Björgunarsveitin Ísólfur og Slysavarnadeildin Rán á Seyðisfirði öflugan stuðning frá félögum sínum alls staðar af landinu þar sem bæði tæki og hús skemmdust í aurskriðunum í desember 2020.
Ráðstefna um slysavarnir og öryggismál
Ráðstefna félagsins um slysavarnir og öryggismál er haldin á tveggja ára fresti.Til ráðstefnunnar er kallað fagfólki úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi. Þátttakendur af öllu landinu koma saman og má þar nefna starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk stoðþjónustu, fulltrúa tryggingafélaga, fulltrúa löggæslu, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri sem láta sig slysavarnir og öryggismál varða.
Útivistarfólk og ferðamenn
Aukinn útivistariðkun, fjölgun ferðamanna í bland við síbreytilegar aðstæður hér á landi kallar á öflugar slysavarnir og fræðslu og hefur félagið staðið í fararbroddi með fjölda samstarfsaðila. Boðið er upp á fjölda námskeiða hjá Björgunarskólanum, útbúin eru myndbönd og annað fræðsluefni sem hentar mismunandi notendum. Vefurinn safetravel.is er eitt stærsta líffærið auk þess sem skjáupplýsingakerfi með yfir 100 sjónvarpsskjáum um allt land sýna upplýsingar um aðstæður á nærliggjandi svæðum.
Starfsemi slysavarnadeilda
- 0Slysavarnadeildir
- 0Endurskinsmerkjum dreift árlega
- 0Flugeldagleraugu gefin árlega
- 0Félagar í slysavarnadeildum
- 0Endurskinsvesti afhent árlega
Slysavarnadeildir um land allt
Hleður korti