Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi eignaðist 2018 sinn fyrsta bíl. Eftir þrotlausa söfnun og vangaveltur um fjármögnun undanfarin ár, stóð sveitin frammi fyrir því að töluvert vantaði uppá til að hægt væri að láta drauminn verða að veruleika. Formaður sveitarinnar tók þá upp á því að senda hjálparbeiðni á félagið og viðbrögðin komu á óvart.
Nýr björgunarsveitarbíll full fjármagnaður á tveimur dögum
Einn tölvupóstur kom af stað atburðarás sem endaði á því að fjórar slysavarnadeildir brúuðu bilið.
Bíllinn var stærri en björgunarsveitarhúsið
Þegar bíllinn var komin í nýju heimkynni sín á Drangsnesi kom í ljós að hann var eilítið hærri en hurðagatið og því komst hann ekki inn. Þá dóu menn ekki ráðalausir og hófust handa við að stækka gatið. Náð var í verkfæri og hafist handa enda eru félagar í björgunarsveitinni Björg vanir því að verja frítíma sínum í að brasa eitt og annað fyrir björgunarsveitina.