Gyða Borg Barðadóttir er sjálfboðaliði í Björgunarsveitinni Ársæli. Gyða, sem búsett er í Reykjavík, ólst upp í Súðavík og var 11 ára þegar snjóflóðið féll á byggðina. Þar upplifði hún snemma hve dýrmætt það er að fá aðstoð þegar þörf er á. Gyða hefur alltaf haft sterka tengingu við sjóinn þar sem henni líður best. Pabbi hennar, sem er skipstjóri, hefur alla tíð verið duglegur að fara með hana út á bát en hún fór 3 mánaða í sína fyrstu sjóferð. Hún hefur fylgt pabba sínum hvert fótspor alla tíð, hvort sem það er niður í skip, út á skektu að leggja net, á skytterí eða á hraðbát í útilegu með fjölskyldunni í Jökulfirði.
Eftirminnilegasta útkallið mitt
Takk fyrir að lesa söguna
Eftirminnilegasta útkallið mitt