Íslendingar hafa allt frá upphafi staðið þétt við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Sá stuðningur hefur haft í för með sér að einstæður árangur hefur náðst í slysavarna- og björgunarstarfi á Íslandi, svo eftir er tekið um allan heim.
Íslensk lög heimila einstaklingum að ráðstafa allt að þriðjungi eigna sinna (ef skylduerfingjar eru til staðar, annars öllum eigum) til félaga eða samtaka sem erfðagjöf. Einstaklingar geta þannig valið að styðja við Slysavarnafélagið Landsbjörg með erfðagjöf eftir sinn dag. Í því felst að einstaklingur velur að ánafna arfi, að hluta til eða í heild, til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fjárhæð erfðagjafar eru engin takmörk sett. Erfðagjöf getur verið allt frá nokkur þúsund krónum upp í heilar húseignir. Það er undir þeim sem gefur komið, hvort erfðagjöf fylgi skilyrði um ráðstöfun verðmæta eða ekki.