Mikilvægt neyðarkall til þín!

Þú getur keypt eldri neyðarkalla í vefverslun

Vantar þig eldri útgáfur í safnið? Skoðaðu úrvalið í vefverslun okkar.

Orða leikur

Á undanförnum árum höfum við verið hressilega minnt á að við búum í harðbýlu landi. Það er því engin tilviljun að Neyðarkall björgunarsveitanna 2024 er hamfarasérfræðingur. Spreyttu þig á orðaleiknum okkar í tilefni af sölu Neyðarkallsins.

Tökum vel á móti sjálfboðaliðum næstu daga, svörum neyðarkallinu og stuðlum þannig að eigin öryggi.

Árlegt fjáröflunarátak

Neyðarkall björgunarsveitanna á sér orðið langa sögu að baki þar sem það hófst 2006 og er því um að ræða 19. skipti sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall.

Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.

Sala á Neyðarkalli fer fram fram 30. október. til 3. nóvember 2024 og hægt er að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum okkar í helstu verslunarkjörnum í þínu sveitarfélagi.

Starfið stendur og fellur með fólkinu í landinu

Hugurinn leitaði frekar til hafs en fjalla

Höldum áfram að gera allt sem við getum

N64° 9' 13" W-21° 56' 58"

Eftirminnilegasta útkallið mitt

N64° 19' 7" W-22° 4' 51"

Þjálfun björgunarsveitarfólks er mjög mikilvæg

S-8° 57' 28" W-122° 3' 2"

Við verðum að vinna saman til að vera hérna

N65° 3' 20" W-13° 37' 52"

EF VIÐ LENDUM Í VESENI ER ENGUM BJARGAÐ

N64° 39' 20" W-14° 16' 57"

Með hjartað á réttum stað

S-56° 34' 24" W0° 19' 7"

Margir standa að baki hverjum björgunarsveitamanni

N63° 57' 19" W-22° 25' 16"

Brosið sem þú tekur með þér heim