Björgunarskólinn
Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur starfað óslitið frá árinu 1977 og heldur hann uppi öflugu fræðslustarfi fyrir félaga, starfsmenn í ferðaþjónustu og fyrirtæki. Eitt af markmiðum skólans er að halda upp metnaðarfulltri þjálfun félaga svo þeir séu tilbúnir í fjölbreytt og krefjandi verkefni. Hátt í 5000 nemendur sækja nám á vegum skólans árlega bæði í staðnámi og fjarnámi.
Flýtileiðir
Námskeið fyrir félaga
Björgunarskólinn bíður upp fjölda námskeiða fyrir félagsfólk bæði í staðarnámi og fjarnámi. Kynnið ykkur næstu námskeið hjá björgunarskólanum. Einnig er starfsfólk skólans tilbúið að veita allar þær upplýsingar sem upp koma.
Ferðaþjónusta
Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar leggur mikla áherslu á að bjóða ferðaþjónustu gæðanámskeið með leiðbeinendum sem hafa marktæka þekkingu og reynslu af ferðaþjónustu.
Þitt ferðaþjónustufyrirtæki getur óskað eftir námskeiði á vegum skólans allt árið um kring.
Það er alltaf hægt að óska eftir námskeiði frá skólanum ef þú sérð ekki þitt námskeið á dagskrá. Hafið samband í tölvupósti, skoli@landsbjorg.is eða sláðu á þráðinn,sími 570 5900
Fjölbreyttar námsleiðir
Björgunarskólinn býður upp á námskeið í staðnámi, fjarnámi með verklegum staðlotum og fjarkennslu þar sem bæði verkleg og bókleg kennsla fer í gegnum fjarfundabúnað. Einnig er boðið upp á raunfærnimat fyrir nemendur sem hafa aflað sérþekkingar og reynslu á hinum ýmsu sviðum án þess að hafa tekið formleg námskeið.